Færslur: 2009 Febrúar23.02.2009 21:48Markus GR 6-373 Nuuk©Markus GR 6-373 Mynd Örn Stefánsson Þriðji Grænlenski rækjutogarinn kom til hafnar á Akureyri um hádegisbilið i gær hann heitir Markús og mun hann vera að fara i svartoliubreytingar hjá slippnum ekki veit ég um aflabrögð hjá honum en allavega var verið að landa úr honum i dag Skrifað af Þorgeir 23.02.2009 10:36Aðalsteinn Jónsson SU 112669. Aðalsteinn Jónsson SU 11 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 23.02.2009 10:29Auðunn dregur prammaHér sjáum við hafnsögubátinn Auðunn með dýpkunarpramma í drætti © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 23.02.2009 00:13Frá SiglufirðiHér kemur rollumyndin sem sagt er frá hér fyrir neðan. © mynd Kiddi Hall Skrifað af Emil Páli 22.02.2009 23:59Mannlíf á SiglufirðiÞegar við fengum pakkann af myndum frá síldarvinnslu og síldveiðum á Siglufirði á fjórða áratug síðustu aldar, voru í þeim hópi mynd frá byggðarlagi sem komið hefur í ljós að var frá Hrísey. Einnig voru nokkrar myndir af mannlífi á Siglufirði á þessum árum og birtum við þær núna. Einnig munum við birta hér fyrir ofan eina mynd sem kom þaðan og sína rollur á staðnum. Aðrar myndir tilheyra allar síldveiðum og síldarvinnslunni á þessum áratug síðustu aldar, þær verða birtar á næstu vikum og mánuðum þ.e. við dreifum þeim, eins og við höfum gert varðandi myndir úr þessum pakka fram að þessu. Erum við þegar búnir að birta hátt í 30 myndir úr þessum pakka og allar aðrar en þessar sem nú birtast hafa verið af bátum sem voru á síldveiðum á þessum tíma svo og frá síldarvinnslu. Skrifað af Emil Páli 22.02.2009 01:08Rétt svar Hans Jakob, Ósk og Ásgrímur HalldórssonSvarið við getrauninni kom strax, en að vísu er það spurning hvort það sé ekki rangt að starfsmaður hafnarinnar, eða maður sem þekkir svona vel aðstæður svari og skemmi þar með fyrir öðrum að spreyta sig. Þetta er spurning. Hér sjáum við bátanna frá hinni hliðinni. Hans Jakob GK 150, Ósk KE 5 og Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Emil Páll Skrifað af Þorgeir 22.02.2009 00:14Þekkið þið þessa bláu?Svona ein smá getraun, þó í léttari kanntinum sé. Þekkið þið þessa þrjá bláu báta? Þegar rétt svar er komið, eða ef svo er ekki eftir sólarhring, þá munum við birta mynd af þessum sömu bátum tekin í hina áttina þ.e. framan á bátanna og þá sést hverjir þeir eru. Þekkið þið þessa þrjá bláu báta? © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 21.02.2009 11:58Lucky Star inni á KeflavíkinniLucky Star ex 1023. Faxaborg SH., Skarfur GK, Fylkir NK, Eyjaver VE, Sölvi Bjarnason BA og Sléttanes ÍS © mynd Emil Páll Skip þetta sem hefur verið selt Grikkjum, með heimahöfn í Tansaníu og verður gert að þjónustuskipi fyrir túnfiskveiðiskip. Fór það frá Ólafsvík trúlega í gær og átti að fara beint til Grikklands, með viðkomu í Færeyjum, en sennilega vegna slæmrar veðurspár lagðist það inn á Keflavíkina. Umræddur bátur var mikið í fréttum meðan hann hét Skarfur GK 666 og var undir skipstjórn Péturs heitins Jóhannssonar. Fyrir utan það að vera með aflahæstu skipum, fékk það viðurkenningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir góð gæði og góða ísun afla. Þá fékk það viðurkenningu Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir góða umhirðu og gott ástand öryggismála. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1507 Gestir í dag: 44 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060923 Samtals gestir: 50947 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 17:17:10 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is